Óvissa Deilt er um hvort ríki eða sveitarfélög eigi að veita erlendum ríkisborgurum fjárhagsaðstoð í kjölfar synjunar um alþjóðlega vernd.
Óvissa Deilt er um hvort ríki eða sveitarfélög eigi að veita erlendum ríkisborgurum fjárhagsaðstoð í kjölfar synjunar um alþjóðlega vernd. — Morgunblaðið/Eggert
Samband íslenskra sveitarfélaga telur að sveitarfélögum sé hvorki heimilt né skylt að veita þeim erlendu ríkisborgurum fjárhagsaðstoð sem vísað hefur verið úr þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn viðkomandi um alþjóðlega vernd samkvæmt útlendingalögum

Samband íslenskra sveitarfélaga telur að sveitarfélögum sé hvorki heimilt né skylt að veita þeim erlendu ríkisborgurum fjárhagsaðstoð sem vísað hefur verið úr þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn viðkomandi um alþjóðlega vernd samkvæmt útlendingalögum.

Þetta kemur fram á minnisblaði sem unnið er af Flosa H. Sigurðssyni, lögfræðingi á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins, um álitaefni varðandi félagsþjónustu sveitarfélaga og heimild og skyldu þeirra til að veita útlendingum sem ekki hafa lögheimili á Íslandi fjárhagsaðstoð.

Brýnt að leysa úr óvissunni

Sambandið vakti athygli á minnisblaðinu í gær en þar er fjallað ítarlega um gildandi reglur og lagaákvæði sem varða þessi mál og forsendur sem þurfa að vera til staðar svo sveitarfélögum sé heimilt að veita einstaklingum fjárhagsaðstoð, og athugasemdir við ákvæði laganna sem fjallar um fjárhagsaðstoð gagnvart erlendum ríkisborgurum sem ekki eiga lögheimili í landinu.

Í niðurlagi minnisblaðsins segir að samband íslenskra sveitarfélaga telji brýnt að leysa úr þeirri óvissu sem upp er komin gagnvart þessum hópi fólks og vanda þess. Jafnframt lýsir sambandið sig reiðubúið til fundahalda hvað varðar efni minnisblaðsins með þeim ráðuneytum sem að málaflokknum koma.