Harpa Mikill viðbúnaður var vegna leiðtogafundarins í maí.
Harpa Mikill viðbúnaður var vegna leiðtogafundarins í maí. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umboðsmaður Alþingis hefur sent forseta Alþingis ábendingu um „að orðalag í lögreglulögum, um heimild ríkislögreglustjóra til að fela erlendum ríkisborgurðum framkvæmd löggæsluverkefna á Íslandi, sé of rúmt með tilliti til vilja löggjafans og…

Umboðsmaður Alþingis hefur sent forseta Alþingis ábendingu um „að orðalag í lögreglulögum, um heimild ríkislögreglustjóra til að fela erlendum ríkisborgurðum framkvæmd löggæsluverkefna á Íslandi, sé of rúmt með tilliti til vilja löggjafans og almennra sjónarmiða um framsal valdheimilda“, eins og segir í frétt á vefsíðu umboðsmanns.

Tekið er fram að ábendingunni hafi verið komið á framfæri í kjölfar svars frá dómsmálaráðuneytinu vegna spurninga um vopnuðu erlendu lögregluþjónana sem hingað komu í maí vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu.

Umboðsmaður óskaði fyrr í sumar eftir skýringum ráðuneytisins vegna erlendu lögreglumannanna sem voru vopnum búnir og segir í umfjöllun að af svari ráðuneytisins megi ráða að það teldi orðalag greinar í lögreglulögum sem heimili þetta ekki vera of víðtækt. Umboðsmaður bendir á að heimild ríkislögreglustjóra til að fela erlendum ríkisborgurum framkvæmd löggæsluverkefna á Íslandi sé ekki ótakmörkuð og telur orðalag umrædds lagaákvæðis of rúmt og til þess fallið að valda misskilningi um markmið þess o.fl. Svör ráðuneytisins gefi ekki tilefni til að ætla að með frekari reglum, ef þær yrðu settar, yrði sérstaklega tekið tillit til sjónarmiða sem umboðsmaður kom á framfæri. omfr@mbl.is