— Morgunblaðið/Allbert Kemp
Mjög þurrt hefur verið víða um land að undanförnu. Í Fáskrúðsfirði er farvegur Skjólgilsár til dæmis orðinn skraufþurr og eru ekki margir sem muna eftir að slíkt hafi gerst. Við ána var fyrir löngu byggð rafstöð sem þjónaði Búðaþorpi í mörg ár og stendur stöðvarhúsið enn

Mjög þurrt hefur verið víða um land að undanförnu. Í Fáskrúðsfirði er farvegur Skjólgilsár til dæmis orðinn skraufþurr og eru ekki margir sem muna eftir að slíkt hafi gerst. Við ána var fyrir löngu byggð rafstöð sem þjónaði Búðaþorpi í mörg ár og stendur stöðvarhúsið enn. Þegar mikið frost var og ekki var hægt að framleiða rafmagn var send viðvörun með því að ljósum var blikkað svo fólk hefði tíma til að afklæðast áður en straumur yrði rofinn.