Karl Steinar Valsson
Karl Steinar Valsson
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, segir Ísland enn vera á þriðja hættustigi vegna hryðjuverka. Því hættustigi var lýst yfir 13. desember á síðasta ári þegar Landsréttur aflétti gæsluvarðhaldi yfir sakborningum vegna ætlaðrar skipulagningar hryðjuverka

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, segir Ísland enn vera á þriðja hættustigi vegna hryðjuverka.

Því hættustigi var lýst yfir 13. desember á síðasta ári þegar Landsréttur aflétti gæsluvarðhaldi yfir sakborningum vegna ætlaðrar skipulagningar hryðjuverka.

Karl Steinar segir ríkislögreglustjóra fylgjast vel með ákvörðun sænsku öryggisþjónustunnar, Säpo, í gær, þar sem tilkynnt var að Svíar væru komnir á fjórða hættustig.

„Það er mjög virkt samtal á milli Norðurlandanna, þótt hvert land fyrir sig taki sínar sjálfstæðu ákvarðanir. Á reglulegum fundum á milli okkar ræðum við þessar ákvarðanir. Samfélög okkar eru það lík og sömuleiðis umgerðin sem við störfum eftir.“