Píeta Gunnhildur Ólafsdóttir kynnti starfsemi Píeta-samtakanna.
Píeta Gunnhildur Ólafsdóttir kynnti starfsemi Píeta-samtakanna. — Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Aðstaða á vegum Píeta-samtakanna, sem bjóða upp á meðferð fyrir einstaklinga með sjálfsvígshugsanir, var opnuð í Stjórnsýsluhúsinu við Ketilsbraut 7-9 á Húsavík í gær en þar hafa samtökin fengið aðgang að viðtalsherbergi

Aðstaða á vegum Píeta-samtakanna, sem bjóða upp á meðferð fyrir einstaklinga með sjálfsvígshugsanir, var opnuð í Stjórnsýsluhúsinu við Ketilsbraut 7-9 á Húsavík í gær en þar hafa samtökin fengið aðgang að viðtalsherbergi.

Fulltrúar frá Píeta-samtökunum, Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri og aðrir fulltrúar úr stjórnsýslu bæjarins og félagasamtökum voru viðstödd opnunina. Gunnhildur Ólafsdóttir fagstjóri Píeta-samtakanna flutti kynningu á starfsemi Píeta og veitti Tónasmiðjunni viðurkenningu fyrir starf í þágu samtakanna á Húsavík.

Fram kemur í tilkynningu að opnun Píeta á Húsavík sé liður í því að breiða út þjónustu samtakanna eins og unnt er. Samtökin veita fyrstu hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra.

Píeta-síminn er opinn allan sólarhringinn og hægt er að bóka viðtöl í síma 552-2218 alla virka daga milli 9-16.