Hvalreki Pablo Jansana sýnir splunkuný verk í BERG Contemporary.
Hvalreki Pablo Jansana sýnir splunkuný verk í BERG Contemporary.
Sýning Pablo Jansana, sem ber titilinn Frá einum degi til annars, verður opnuð í BERG Contemporary í dag, föstudaginn 18. ágúst, milli kl. 17 og 19. Í tilkynningu kemur fram að Jansana (f

Sýning Pablo Jansana, sem ber titilinn Frá einum degi til annars, verður opnuð í BERG Contemporary í dag, föstudaginn 18. ágúst, milli kl. 17 og 19. Í tilkynningu kemur fram að Jansana (f. 1976) eigi rætur sínar að rekja til Chile, „og vísa verk hans um margt til uppruna hans, en á sýningu sinni sýnir Pablo splunkuný verk sem endurspegla hrifningu hans af glufunni sem gerir okkur kleift að ná utan um breytingar á tilvist okkar.“

Þar segir jafnframt: „Pablo Jansana hefur notið mikillar hylli á alþjóðlegum listvettvangi á undanförnum árum, en þetta er fyrsta sýning hans hér á landi, og telst vissulega sem mikill hvalreki fyrir íslenska listunnendur.“