Íbúar Bógóta þustu út á götur
Íbúar Bógóta þustu út á götur
Snarpur jarðskjálfti, 6,1 að stærð, varð í Kólumbíu í Suður-Ameríku í gær og voru upptökin í um 40 km fjarlægð frá höfuðborginni Bógóta. Skelfing greip um sig í höfuðborginni, fólk þusti út á götur og viðvörunarsírenur gullu

Snarpur jarðskjálfti, 6,1 að stærð, varð í Kólumbíu í Suður-Ameríku í gær og voru upptökin í um 40 km fjarlægð frá höfuðborginni Bógóta. Skelfing greip um sig í höfuðborginni, fólk þusti út á götur og viðvörunarsírenur gullu.

Eftirskjálfti, sem mældist 5,9, kom í kjölfarið. Fréttastofur höfðu eftir íbúum að skjálftinn hefði verið öflugur og varað lengi.

Engar fréttir höfðu í gærkvöldi borist af manntjóni en almannavarnir landsins sögðu að byggingar í nálægum bæjum hefðu verið rýmdar í kjölfar skjálftans og víða hefðu rúður brotnað í húsum. Þá féll skriða í bænum Villavicencio.