Myndlistarkonan Andrea Ólafs býður gesti Menningarnætur velkomna á opnun sýningarinnar Hugarheims 19. ágúst kl. 17 í Gallerý Grásteini, Skólavörðustíg 4. Sýningin er fjórða í sýningaröðinni Listin að lifa sem, samkvæmt tilkynningu, hófst á…

Myndlistarkonan Andrea Ólafs býður gesti Menningarnætur velkomna á opnun sýningarinnar Hugarheims 19. ágúst kl. 17 í Gallerý Grásteini, Skólavörðustíg 4. Sýningin er fjórða í sýningaröðinni Listin að lifa sem, samkvæmt tilkynningu, hófst á Menningarnótt í fyrra í tilefni hálfrar aldar afmælis listamannsins. „Ég elska tímaleysið í geómetrískum formum og sköpun mín stillir sig gjarnan inn á þá bylgjulengd,“ er haft eftir Andreu.