Á Menningarnótt í Reykjavík sem er á morgun, laugardaginn 19. ágúst, býður Sinfóníuhljómsveit Íslands gestum og gangandi á „litríka og skemmtilega tónleika sem öll fjölskyldan getur notið saman“, eins og segir í tilkynningu

Á Menningarnótt í Reykjavík sem er á morgun, laugardaginn 19. ágúst, býður Sinfóníuhljómsveit Íslands gestum og gangandi á „litríka og skemmtilega tónleika sem öll fjölskyldan getur notið saman“, eins og segir í tilkynningu. Þar mun Vigdís Hafliðadóttir, tónlistarkona og uppistandari, leiða áheyrendur í óvissuferð um lendur klassískrar tónlistar og segir frá sínum uppáhaldstónskáldum og -verkum“. Tónleikarnir verða tvennir og hefjast þeir kl. 15 og kl. 17 í Eldborg.