Banvæn Viðarkveifin er eina banvæna sveppategundin á Íslandi.
Banvæn Viðarkveifin er eina banvæna sveppategundin á Íslandi. — Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Veðurfar hefur afgerandi áhrif á framboð matsveppa hér á landi. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri, segir mikilvægt að vanda til verka við tínslu svo hægt sé að varast eitraðar sveppategundir

Veðurfar hefur afgerandi áhrif á framboð matsveppa hér á landi. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri, segir mikilvægt að vanda til verka við tínslu svo hægt sé að varast eitraðar sveppategundir.

„Þetta fer allt eftir því hvernig rignir,“ segir Guðríður, sem er stödd í Hallormsstaðaskógi þessa dagana. „Hér er búið að vera þurrt og heitt í þó nokkurn tíma þannig að þeir sveppir sem voru komnir upp fyrir þann tíma eru orðnir gamlir og mjög lítið af nýjum komið,“ bætir hún við.

„Það þarf að bíða í 2-4 daga eftir að það rignir og þá getur maður búist við að finna unga sveppi sem hafa farið af stað þegar það byrjaði að rigna og eru aðeins farnir að vaxa þegar maður kemur aftur,“ segir Guðríður sem telur hugsanlegt að fleiri matsveppi sé að finna á landinu vestanverðu þar sem rignt hafi meira.

Guðríður segir best að þeir sem vilji stunda sveppatínslu gangi hægt um gleðinnar dyr, því hér á landi sé að finna margar tegundir eitraðra sveppa. Þá telst ein þeirra, viðarkveifin, til banvænna sveppategunda. Hún hvetur fólk til að prófa ekki þá sveppi sem það þekki ekki.

„Hér eru alls konar eitursveppir, en það er ein tegund með baneitruðu efni, sem er viðarkveifin. Hún vex í viðarkurli í kurlbornum skógarstígum og er lítill brúnn sveppur, segir Guðríður, sem tekur fram að sem betur fer hafi enn engum dottið í hug að leggja sér viðarkveifina til munns.