Tap Íslandshótela á fyrstu sex mánuðum ársins nam tæpum 589 m.kr., og jókst um rúmar 170 m.kr. á milli ára. Þetta kemur fram í árshlutareikningi félagsins sem birtur var í gær. Rekstrarhagnaður nam þó tæpum 1,3 mö.kr., samanborið við 904 m.kr

Tap Íslandshótela á fyrstu sex mánuðum ársins nam tæpum 589 m.kr., og jókst um rúmar 170 m.kr. á milli ára. Þetta kemur fram í árshlutareikningi félagsins sem birtur var í gær. Rekstrarhagnaður nam þó tæpum 1,3 mö.kr., samanborið við 904 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins námu rúmum 6,7 mö.kr. og jukust um tæpa 1,6 ma.kr. á milli ára. Rekstrarútgjöld námu tæpum 5,5 mö.kr. og jukust um 1,2 ma.kr. á milli ára. Þar munar mestu um aukinn launakostnað sem hækkaði um tæplega 600 m.kr. á milli ára. Heildartap Íslandshótela skýrist að mestu leyti af fjármagnsgjöldum, sem námu tæpum 1,2 mö.kr. á fyrri helmingi ársins og jukust um tæpan hálfan milljarð á milli ára. Eigið fé félagsins í lok tímabilsins nam 20,1 ma.kr.

Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, segir í tilkynningu að félagið haldi sókn sinni áfram og sé að ná vopnum sínum á ný. Þó sé ekki hægt að líta fram hjá hækkandi verðlagi og að vaxtastigið sé enn óvissuþáttur í rekstri.