Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu og leikmaður Arsenal, skrifaði í gær undir lánssamning við velska félagið Cardiff City, sem leikur í ensku B-deildinni. Lánssamningurinn gildir út tímabilið sem er nýhafið
Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu og leikmaður Arsenal, skrifaði í gær undir lánssamning við velska félagið Cardiff City, sem leikur í ensku B-deildinni. Lánssamningurinn gildir út tímabilið sem er nýhafið. Rúnar hefur verið á mála hjá Arsenal frá því í september árið 2020 en þetta er þriðja tímabilið í röð sem hann er lánaður annað. Rúnar hefur einnig leikið á láni hjá Alanyaspor í Tyrklandi og Leuven í Belgíu.