Kristjana Stefánsdóttir
Kristjana Stefánsdóttir
Sumarjazzinn á Jómfrúnni heldur áfram og á 12. tónleikum sumarsins, á Menningarnótt í dag, laugardag, kemur söngkonan Kristjana Stefánsdóttir fram ásamt…

Sumarjazzinn á Jómfrúnni heldur áfram og á 12. tónleikum sumarsins, á Menningarnótt í dag, laugardag, kemur söngkonan Kristjana Stefánsdóttir fram ásamt kvartett saxófónleikarans Jóels Pálssonar. Með þeim leika þeir Kjartan Valdemarsson á píanó, Nico Moreaux á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. „Þau leika af fingrum fram jazz að hætti hússins,“ eins og tegir í tilkynningu. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu, hefjast klukkan 15 og standa til klukkan 17. Aðgangur er ókeypis.