Listamannadvöl tónlistarmannsins og upptökustjórans Artos Lindseys stendur nú yfir í Mengi. Lindsey stofnaði hina goðsagnakenndu sveit DNA árið 1977 og ári síðar gekk hann liðs við hljómsveitina Lounge Lizards

Listamannadvöl tónlistarmannsins og upptökustjórans Artos Lindseys stendur nú yfir í Mengi. Lindsey stofnaði hina goðsagnakenndu sveit DNA árið 1977 og ári síðar gekk hann liðs við hljómsveitina Lounge Lizards. Síðar stofnaði hann Ambitious Lovers ásamt Peter Scherer. Á tónleikunum í Mengi í kvöld mun engin önnur en kanadíska ljóðskáldið Anne Carson stíga á svið auk þess sem vinir hennar bregða á leik með Arto, eins og segir í tilkynningu tónleikahaldara.