Ópera Garðar Thór Cortes, aðstoðarskólastjóri Söngskólans í Reykjavík.
Ópera Garðar Thór Cortes, aðstoðarskólastjóri Söngskólans í Reykjavík. — Morgunblaðið/Eyþór
Garðari Thór Cortes þykir þyngra en tárum taki að horfa upp á stöðu Íslensku óperunnar, sem faðir hans stofnaði árið 1979, en fram kom í vikunni að öllu starfsfólki hennar hefði verið sagt upp. „Pabbi sagði alltaf að mestu mistök Íslensku óperunnar hefðu verið að selja heimili sitt, Gamla bíó

Garðari Thór Cortes þykir þyngra en tárum taki að horfa upp á stöðu Íslensku óperunnar, sem faðir hans stofnaði árið 1979, en fram kom í vikunni að öllu starfsfólki hennar hefði verið sagt upp. „Pabbi sagði alltaf að mestu mistök Íslensku óperunnar hefðu verið að selja heimili sitt, Gamla bíó. Pabbi hafði þungar áhyggjur af stöðu óperunnar og hefði tekið fréttir vikunnar nærri sér. Eins ótrúlega og það hljómar þá erum við aftur komin á sama stað og áður en pabbi stofnaði Íslensku óperuna fyrir 45 árum, finnst mér,“ segir Garðar Thór í viðtali við Sunnudagsblaðið.

Honum þykir liggja beinast við að Þjóðarópera verði stofnuð og byggð upp á grunni Íslensku óperunnar. „Horfa þarf frekar til þess að breyta rekstrarformi þeirrar sjálfseignarstofnunar yfir í ríkisstofnun en nýta bæði þær eignir, þekkingu og orðspor sem Íslenska óperan hefur áunnið sér, en alls ekki leggja það niður og byrja frá grunni aftur.“