Lína Rut Wilberg opnar sýninguna Fiðrildaáhrifin í Gallerí Fold kl. 15 í dag, laugardaginn 19. ágúst. Sonur hennar, tónlistarmaðurinn og sundkappinn Már Gunnarsson, mun flytja nokkur lög kl

Lína Rut Wilberg opnar sýninguna Fiðrildaáhrifin í Gallerí Fold kl. 15 í dag, laugardaginn 19. ágúst. Sonur hennar, tónlistarmaðurinn og sundkappinn Már Gunnarsson, mun flytja nokkur lög kl. 15.30.

Í tilkynningu segir meðal annars: „Lína Rut hefur notið mikilla vinsælda sem myndlistarmaður fyrir hinn litríka og skemmtilega ævintýraheim sem hún skapar með verkum sínum. Þar birtast ýmsar skrautlegar verur, meðal annars Krílin sem margir þekkja.“

Þar er jafnframt haft eftir Línu Rut: „Líta má á list mína sem ferðalag, litað bæði af áföllum og gleði. Ég sé fyrir mér gjörðir og tilfinningar sem eru tengdar á ósýnilegan hátt, um leið eru þær flæktar inn í daglegt líf okkar.“ Sýningin stendur til 2. september.