Vesturbugt Ný trébryggja við Granda verður vígð í dag og fær nýtt nafn.
Vesturbugt Ný trébryggja við Granda verður vígð í dag og fær nýtt nafn. — Ljósmynd/Faxaflóahafnir
Faxaflóahafnir boða til vígslu í dag á nýrri trébryggju við Vesturbugt hjá Sjóminjasafninu í Reykjavík. Er vígslan hluti af dagskrá Menningarnætur. Hin nýja bryggja kemur í stað bryggju sem þar stóð áður frá upphafsárum þróunar og uppbyggingu Grandagarðs um miðbik síðustu aldar

<autotextwrap>

Faxaflóahafnir boða til vígslu í dag á nýrri trébryggju við Vesturbugt hjá Sjóminjasafninu í Reykjavík. Er vígslan hluti af dagskrá Menningarnætur.

Hin nýja bryggja kemur í stað bryggju sem þar stóð áður frá upphafsárum þróunar og uppbyggingu Grandagarðs um miðbik síðustu aldar. Við bryggjuna liggja dráttarbáturinn Magni og safnskipið Óðinn.

Athöfnin hefst kl. 13 með ávarpi Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur stjórnarformanns Faxaflóahafna. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir frá sögu hafnarinnar og KK tekur lagið. Þá ætlar Jón Þorvaldsson fyrrverandi aðstoðarhafnarstjóri að segja frá tildrögum þess að bryggjan var smíðuð, vígja hana formlega og gefa henni nafn. Að vígslu lokinni gefst gestum tækifæri á að skoða Óðin.