Gagnrýni Stilla úr myndinni sýnir Bradley Cooper með stækkað nef.
Gagnrýni Stilla úr myndinni sýnir Bradley Cooper með stækkað nef.
Bandaríski leikarinn og leikstjórinn Bradley Cooper hefur verið gagnrýndur fyrir að setja upp gervinef í hlutverki Leonard Bernstein í mynd um ævi hans, sem ber titilinn Maestro

Bandaríski leikarinn og leikstjórinn Bradley Cooper hefur verið gagnrýndur fyrir að setja upp gervinef í hlutverki Leonard Bernstein í mynd um ævi hans, sem ber titilinn Maestro. Þykir það móðgandi fyrir gyðinga en Bernstein var sonur úkraínskra gyðinga sem voru innflytjendur í Bandaríkjunum, segir í frétt The Guardian. Cooper leikstýrir auk þess myndinni og er einn af handritshöfundunum.

Bernstein er þekktastur fyrir tónlistina í söngleiknum West Side Story en hann samdi líka þrjár sinfóníur og var tónlistarstjóri Fílharmóníunnar í New York.

Breska leikkonan og aðgerðasinninn Tracy-Ann Obermann gagnrýndi Cooper á samfélagsmiðlum og sagði þetta jafnast á við svokallað „black-face“, þar sem andlit hvítra er litað svart.

Börn Bernsteins hafa hins vegar staðið með Cooper og skrifað á samfélagsmiðla að þeim þyki miður að horfa upp á að gjörðir Coopers séu misskildar á þennan hátt. Þeim þyki ekkert athugavert við að hann noti farða til þess að ýta undir líkindin með föður þeirra.