Metro Að meðaltali nota 135 þúsund nýjar leiðir neðanjarðarlestarkerfisins alla virka daga en í upphafi var gert ráð fyrir 235 þúsund farþegum.
Metro Að meðaltali nota 135 þúsund nýjar leiðir neðanjarðarlestarkerfisins alla virka daga en í upphafi var gert ráð fyrir 235 þúsund farþegum. — Morgunblaðið/Ómar
Árið 2010 óskaði Metroselskabet, sem sér um rekstur neðanjarðarlestarkerfis Kaupmannahafnar, eftir samþykki frá stjórnvöldum til að opna tvær nýj­ar neðanjarðarlín­ur. Línurnar tengja m.a. Kóngs­ins Nýja­torg, Norður­brú og aðallest­ar­stöðina, sem eru meðal fjölförnustu lestarstöðva borgarinnar

Agnar Már Másson

agnarmar@mbl.is

Árið 2010 óskaði Metroselskabet, sem sér um rekstur neðanjarðarlestarkerfis Kaupmannahafnar, eftir samþykki frá stjórnvöldum til að opna tvær nýj­ar neðanjarðarlín­ur. Línurnar tengja m.a. Kóngs­ins Nýja­torg, Norður­brú og aðallest­ar­stöðina, sem eru meðal fjölförnustu lestarstöðva borgarinnar. Nefndist framkvæmdin Borgarhringurinn (d. Cityringen) og stóðu vonir Metroselskabets til að um 235 þúsund farþegar myndu fara leiðirnar alla virka daga vikunnar.

135 þúsund farþegar á dag

Danska ríkisútvarpið segir frá því að vonir Metroselkabets hafi þó reynst óraunhæfar. Frá opnun leiðanna, sumarið 2019, nota aðeins að meðali 135 þúsund farþegar Borgarhringinn daglega, um 40% færri en gert var ráð fyrir. Sérfræðingar segja að Borgarhringurinn hafi því ekki skilað jafn miklum ávinningi fyrir Kaupmannahafnarbúa og við var búist en framkvæmdin kostaði 25 ma. danskra króna (um 500 ma. ísl. kr).

Hins vegar nota, það sem af er ári, að meðaltali 155.000 manns Borgarhringinn alla virka daga. Niels Melchior samgöngusérfræðingur segir að þrátt fyrir færri notendur en vænst var, hafi framkvæmdin haft jákvæð áhrif á borgina.

Höf.: Agnar Már Másson