Norður ♠ D ♥ 10953 ♦ G8 ♣ KDG1052 Vestur ♠ Á1043 ♥ DG6 ♦ K76 ♣ Á98 Austur ♠ 98732 ♥ 872 ♦ 942 ♣ 53 Suður ♠ KG6 ♥ ÁK4 ♦ ÁD1053 ♣ 73 Suður spilar 3G dobluð

Norður

♠ D

♥ 10953

♦ G8

♣ KDG1052

Vestur

♠ Á1043

♥ DG6

♦ K76

♣ Á98

Austur

♠ 98732

♥ 872

♦ 942

♣ 53

Suður

♠ KG6

♥ ÁK4

♦ ÁD1053

♣ 73

Suður spilar 3G dobluð.

Um miðja nítjándu öld bauð jarlinn af Yarborough spilafélögum sínum í vist upp á sérstakt veðmál. Fyrir aðeins eitt pund mótaðilans var hann tilbúinn til að reiða fram þúsund pund ef viðkomandi fengi hönd þar sem ekkert spil væri hærra en nía. Líkur á Yarborough – en svo heitir slík hundahönd – eru 1 á móti 1828, svo það má reikna með að jarlinn hafi hagnast vel á viðskiptunum.

Króatinn Ivan Bilusic tók upp Yarborough í leik við Singapúr á HM ungmenna. Hann átti ekki kost á að veðja við jarlinn en var til í annars konar og verra veðmál – eftir pass norðurs í byrjun opnaði hann galvaskur á 2♠ með níuna fimmtu! Og það á hættunni. Suður kom inn á 2G og varð síðan sagnhafi í 3G, sem vestur leyfði sér að dobla. Óhaggandi spil: Eftir spaða út sótti sagnhafi einn slag á lauf og fór svo í tígulinn.