Afstaðið Lýst var yfir goslokum við Litla-Hrút þann 15. ágúst.
Afstaðið Lýst var yfir goslokum við Litla-Hrút þann 15. ágúst. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skjálfti af stærðinni 2,9 mældist við Keili á Reykjanesskaga rétt eftir klukkan tíu á laugardagskvöld. Er þetta stærsti skjálftinn sem orðið hefur á svæðinu frá því goslokum við Litla-Hrút var lýst yfir 15

Skjálfti af stærðinni 2,9 mældist við Keili á Reykjanesskaga rétt eftir klukkan tíu á laugardagskvöld. Er þetta stærsti skjálftinn sem orðið hefur á svæðinu frá því goslokum við Litla-Hrút var lýst yfir 15. ágúst. Þá voru tíu dagar frá því mælst hafði virkni í gígnum.

Þetta staðfesti Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is um helgina.

Nokkrir minni skjálftar urðu einnig í kringum Keili um helgina en Magnús segir skjálftann á laugardagskvöld vera eina skjálftann yfir tveimur sem mælst hefur á svæðinu frá 16. ágúst.

Smáskjálftahrina við Skjaldbreið

Suðaustur af Skjaldbreið mældust fjöldi smáskjálfta um helgina. Skömmu áður en blaðið fór í prentun voru skjálftarnir alls 21 að tölu. Stærsti skjálftinn mældist 2,1 að stærð og varð hann fimm mínútum fyrir níu í gærmorgun.

Í gær, sunnudag, varð stór skjálfti í Bárðarbungu undir Vatnajökli. Mældist hann 3,2 að stærð en svo stórir skjálftar eru algengir á því svæði.