Þórður Gunnarsson
Þórður Gunnarsson
Þórður Gunnarsson hagfræðingur fjallar um orkumál í Viðskiptablaðinu í liðinni viku, einkum um orkustefnu ESB og orkuvandann sem henni fylgir. Hann bendir til dæmis á að kolanotkun hafi aukist í ESB eftir að jarðgasið hætti að berast í sama mæli og áður frá Rússlandi. Nú hafi byrjað að draga aftur úr kolanotkuninni en það komi ekki til af góðu. Raforkunotkunin hafi minnkað í ESB, sem sé til marks um veikleika í efnahagnum.

Þórður Gunnarsson hagfræðingur fjallar um orkumál í Viðskiptablaðinu í liðinni viku, einkum um orkustefnu ESB og orkuvandann sem henni fylgir. Hann bendir til dæmis á að kolanotkun hafi aukist í ESB eftir að jarðgasið hætti að berast í sama mæli og áður frá Rússlandi. Nú hafi byrjað að draga aftur úr kolanotkuninni en það komi ekki til af góðu. Raforkunotkunin hafi minnkað í ESB, sem sé til marks um veikleika í efnahagnum.

ESB stefnir að því að eftir rúman áratug standi vind- og sólarorka undir um tveimur þriðju allrar raforkunnar, en Þórður bendir á að nýting vindorkuvera sé tæp 60% af uppsettu afli við bestu aðstæður en detti niður í þriðjung á heitum sumardögum.

Sólarorkuver nái aðeins um fjórðungi af uppsettu afli við bestu sólaraðstæður en geti fallið niður í 10%, fyrir utan að gera ekkert að nóttu til.

Þórður segir að það skjóti því skökku við að ætla að byggja meirihluta orkuframleiðslunnar á vindi og sól. Og hann spyr, ef rétt sé að veður og vindar verði æ óútreiknanlegri, hvort skynsamlegt sé að byggja á þessum orkugjöfum?

Því er auðsvarað, en vandi Íslands, sem ætti að eiga næga orku, er sá að hér elta menn þessa vitlausu orkustefnu og láta eins og hún sé nothæf fyrirmynd.