Síðustu tónleikar sumarsins í tónleikaröðinni Perlur íslenskra sönglaga verða haldnir í vikunni. Þeir fara fram í Kaldalóni Hörpu í hádeginu í dag, mánudaginn 21. ágúst, á morgun, þriðjudaginn 22. ágúst, miðvikudag 23

Síðustu tónleikar sumarsins í tónleikaröðinni Perlur íslenskra sönglaga verða haldnir í vikunni. Þeir fara fram í Kaldalóni Hörpu í hádeginu í dag, mánudaginn 21. ágúst, á morgun, þriðjudaginn 22. ágúst, miðvikudag 23. ágúst og fimmtudag 24. ágúst. Þar fá áheyrendur að kynnast sígildri íslenskri tónlist. Ýmsir söngvarar og píanóleikarar skiptast á að flytja perlur íslenskra sönglaga, þjóðlög, sálma og ættjarðarsöngva. Bjarni Thor Kristinsson skipuleggur. Tónleikarnir hefjast allir kl. 12 en miða má finna á Tix.is.