Banki Íslandsbanki hefur misst þrjá nokkuð stóra viðskiptavini að undanförnu; ASÍ, VR og Neytendasamtökin.
Banki Íslandsbanki hefur misst þrjá nokkuð stóra viðskiptavini að undanförnu; ASÍ, VR og Neytendasamtökin. — Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hermann Nökkvi Gunnarsson hng@mbl.is Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, segir í samtali við Morgunblaðið að ákvarðanir ASÍ og VR um að binda endi á viðskipti sín við bankann, vegna brota bank­ans við sölumeðferð á hlut rík­is­ins í bank­an­um, hafi verið miður.

Hermann Nökkvi Gunnarsson

hng@mbl.is

Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, segir í samtali við Morgunblaðið að ákvarðanir ASÍ og VR um að binda endi á viðskipti sín við bankann, vegna brota bank­ans við sölumeðferð á hlut rík­is­ins í bank­an­um, hafi verið miður.

„Í kjölfar sáttarinnar við Seðlabankann hefur bankinn gripið til margvíslegra aðgerða og það er unnið hörðum höndum að þeim úrbótum sem hafa verið kynntar. Okkur þykir því mjög miður að þetta hafi verið niðurstaðan hjá VR og ASÍ eftir gott viðskiptasamband.“

Hafa ekki fundið mikið fyrir brotthvarfi viðskiptavina

Segir Jón einnig að bankinn hafi ekki fundið mikið fyrir brotthvarfi viðskiptavina og að áfram sé lögð áhersla á að tryggja þeim sem best kjör og góða þjónustu. Spurður hvort bankinn geti gert fleira til að axla ábyrgð segir hann mikilvægt að hafa í huga að miklar breytingar hafi verið gerðar á stjórn bankans og að verið sé að vinna í úrbótum áfram.

„Rétt er að halda því til haga að auk breytinga á stjórnendateymi bankans hefur orðið breyting á stjórn bankans þar sem fjórir nýir stjórnarmenn komu inn á hluthafafundi bankans í lok júlí og kosinn var nýr formaður stjórnar,“ segir Jón og bætir við:

„Í kjölfar sáttar bankans við Seðlabanka Íslands skilaði bankinn inn áætlun um úrbótavinnu sem gerð hefur verið grein fyrir á hluthafafundi og á vefsíðu bankans. Sú vinna er vel á veg komin og er meðal annars unnin með erlendu ráðgjöfunum Oliver Wyman. Við teljum að úrbótavinnan sýni skýran vilja bankans til að gera betur og styrkja áhættumenningu bankans.“

VR tilkynnti á föstudaginn að félagið myndi hætta viðskipt­um við bankann og að félagið væri að leita til­boða í viðskipti og þjón­ustu hjá öðrum fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Ekki náðist í Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, við vinnslu fréttarinnar.

Höf.: Hermann Nökkvi Gunnarsson