Skalli Daninn Nikolaj Hansen reynir skalla að marki Valsmanna á Hlíðarenda í gær en hann kom Víkingum yfir af stuttu færi strax á 3. mínútu.
Skalli Daninn Nikolaj Hansen reynir skalla að marki Valsmanna á Hlíðarenda í gær en hann kom Víkingum yfir af stuttu færi strax á 3. mínútu. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Víkingur úr Reykjavík steig stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum þegar liðið vann stórsigur á Val í Bestu deild karla í knattspyrnu, 4:0, á Hlíðarenda í 20. umferð deildarinnar í gær. Víkingar eru með 53 stig, sem er stigamet í tólf liða…

Besta deildin

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Víkingur úr Reykjavík steig stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum þegar liðið vann stórsigur á Val í Bestu deild karla í knattspyrnu, 4:0, á Hlíðarenda í 20. umferð deildarinnar í gær.

Víkingar eru með 53 stig, sem er stigamet í tólf liða deild hér á landi, og hafa nú 11 stiga forskot á Valsmenn sem eru í öðru sætinu, þegar tveimur umferðum er ólokið af deildarkeppninni.

Breiðablik styrkti stöðu sína í þriðja sætinu með 2:1-sigri gegn Keflavík á Kópavogsvelli.

FH bjargaði sér fyrir horn með jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn HK í Kórnum þar sem lokatölur urðu 2:2.

Fylkir vann lífsnauðsynlegan sigur í fallbaráttunni gegn ÍBV á Hásteinsvelli, 1:0, þar sem sigurmarkið kom á lokamínútunum.

Þá lyftu Framarar sér upp úr fallsæti með afar mikilvægum 2:1-sigri gegn KA á Framvelli í Úlfarsárdal.

Höf.: Bjarni Helgason