Sigurður Már Jónsson
Sigurður Már Jónsson
Sigurður Már Jónsson blaðamaður skrifar á mbl.is um íslam, öfgamenn og áhrifin á Vesturlönd. Hann rifjar upp hvernig Salman Rushdie og fleiri höfundar hafa orðið að fara huldu höfði vegna skrifa sinna og hvernig ráðist var á Rushdie svo að hann ber þess ekki bætur. Að auki nefnir hann hinn danska teiknara Jótlandspóstsins sem mátti frá 2005 til dauðadags 2021 búa við lögregluvernd vegna hótana íslamskra öfgamanna.

Sigurður Már Jónsson blaðamaður skrifar á mbl.is um íslam, öfgamenn og áhrifin á Vesturlönd. Hann rifjar upp hvernig Salman Rushdie og fleiri höfundar hafa orðið að fara huldu höfði vegna skrifa sinna og hvernig ráðist var á Rushdie svo að hann ber þess ekki bætur. Að auki nefnir hann hinn danska teiknara Jótlandspóstsins sem mátti frá 2005 til dauðadags 2021 búa við lögregluvernd vegna hótana íslamskra öfgamanna.

Sigurður Már bendir einnig á að hryðjuverkasamtökin al-Kaída kalli eftir árásum á Danmörku og Svíþjóð vegna kóranbrenna og að bæði löndin séu á hæstu viðbúnaðarstigum vegna þessa sem hafi áhrif á daglegt líf almennings. Í Svíþjóð séu 8% íbúanna múslimar og inn í þann hóp sæki öfgasamtök múslima. Sama eigi við um Noreg og Danmörku en þaðan hafi fólk farið til að heyja jihad-baráttu, heilagt stríð fyrir Ríki íslams á vígvöllum í Sýrlandi og Írak. „Uppgjör við þessa þegna norrænu velferðarríkjanna var erfitt þegar konur og börn sóttu heim í öryggið,“ skrifar hann.

Íslamski heimurinn hefur að sögn Sigurðar Más stöðugt meiri áhrif á daglegt líf og umræðu í Vestur-Evrópu: „Um leið eru gerðar kröfur um að þessi lönd hverfi frá grundvallaraatriðum mannréttinda, svo sem tjáningarfrelsi. Svo virðist sem margir á Vesturlöndum séu tilbúnir að gefa eftir í von um að friðþægjast við þessar öfgar.“