Norður ♠ 982 ♥ Á108 ♦ Á5 ♣ KDG104 Vestur ♠ D74 ♥ KG72 ♦ KD93 ♣ 73 Austur ♠ K10653 ♥ 965 ♦ 1084 ♣ 95 Suður ♠ ÁG ♥ D43 ♦ G762 ♣ Á862 Suður spilar 3G

Norður

♠ 982

♥ Á108

♦ Á5

♣ KDG104

Vestur

♠ D74

♥ KG72

♦ KD93

♣ 73

Austur

♠ K10653

♥ 965

♦ 1084

♣ 95

Suður

♠ ÁG

♥ D43

♦ G762

♣ Á862

Suður spilar 3G.

„Taskan mín týndist í flugi og sex blaðsíðna setningarræðan með. Sjálfsagt bættur skaðinn. En að öðru leyti gengur allt eftir áætlun.“ Heimsmeistaramót í fjórum flokkum hófst í Marokkó á sunnudaginn og sá sem hér er vitað til á hóteltröppum í Marrakesh er forseti heimssambandsins, Svíinn Jan Kamras.

„Fjör í hálfan mánuð á bíbíó,“ segja fuglarnir og nudda saman vængjum af eftirvæntingu. Þeir höfðu gaman af að fylgjast með Ítalanum Antonio Sementa vinna 3G í þessu spili úr fyrstu umferð. Útspilið var spaðafjarki.

Sementa dúkkaði kónginn, fékk næsta slag á spaðaás (vestur lét drottninguna) og tók svo fimm slagi á lauf. Spilaði síðan spaða (!) og austur gekk frá makker sínum með því að taka alla fríspaðana. Svokölluð „sjálfsmorðsþvingun“ (suicide squeeze) þótt „makkersmorð“ væri kannski nákvæmara heiti.