Í tilefni af útgáfu sönglagasafns Gunnsteins Ólafssonar, Vertu hamingja mín, verða haldnir tónleikar í Neskirkju í kvöld kl. 20. Í safninu er finna 14 sönglög og aríur og mörg lögin útsett í tveimur mismunandi tóntegundum, hærri og lægri, og bókin…

Í tilefni af útgáfu sönglagasafns Gunnsteins Ólafssonar, Vertu hamingja mín, verða haldnir tónleikar í Neskirkju í kvöld kl. 20. Í safninu er finna 14 sönglög og aríur og mörg lögin útsett í tveimur mismunandi tóntegundum, hærri og lægri, og bókin því hentug fyrir háar og lágar raddir, eins og segir í tilkynningu. Á tónleikunum kemur fram fjöldi söngvara ásamt þremur píanóleikurum auk þess sem tónskáldið mun segja frá tilurð laganna. Aðgangur er ókeypis.