„Þegar kemur að matvælaráðherra þá er ofboðslega erfitt að spá, því engu virðist skipta að farið sé eftir þeim lögum og stjórnsýslureglum sem gilda í landinu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, spurður um hvort hann telji líkur á að hvalveiðar verði heimilaðar 1

„Þegar kemur að matvælaráðherra þá er ofboðslega erfitt að spá, því engu virðist skipta að farið sé eftir þeim lögum og stjórnsýslureglum sem gilda í landinu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, spurður um hvort hann telji líkur á að hvalveiðar verði heimilaðar 1. september nk. „Ég vonast til þess að samstarfsflokkarnir í ríkisstjórninni, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, stígi fast til jarðar í þessu máli og sjái til þess að veiðarnar fari af stað. Það er alveg ljóst að Svandís var að stinga samstarfsflokka sína í bakið með ákvörðun sinni,“ segir Vilhjálmur. » 6