Krummi Björgvinsson
Krummi Björgvinsson
Blúshátíðin á Patreksfirði verður haldin um helgina í 12. sinn. Á fyrri tónleikum föstudagsins stíga Keith og strákarnir á svið en sveitin flytur eingöngu lög Rolling Stones, eins og nafnið gefur til kynna

Blúshátíðin á Patreksfirði verður haldin um helgina í 12. sinn. Á fyrri tónleikum föstudagsins stíga Keith og strákarnir á svið en sveitin flytur eingöngu lög Rolling Stones, eins og nafnið gefur til kynna. Síðari tónleikarnir verða svo í höndum Langa Sela og skugganna sem öðlaðist framhaldslíf með glæsilegri frammistöðu í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár.

Á laugardeginum koma einnig fram tvær sveitir. Fyrir þeirri fyrri fer Krummi Björgvinsson sem á síðustu misserum hefur notið mikilla vinsælda sem kántrísöngvari og -lagasmiður. Síðastir á svið eru svo blúshundarnir í Ebenezer. Bandið er skipað landsþekktum listamönnum og því valinn maður í hverju rúmi.

Miðasala er á tix.is og við innganginn.