Leikstjórinn Hilmar Oddsson fær lofsamlega umsögn dómnefndar.
Leikstjórinn Hilmar Oddsson fær lofsamlega umsögn dómnefndar.
Tilkynnt var í gær að kvikmynd Hilmars Oddssonar, Á ferð með mömmu, væri tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Í umsögn dómnefndar segir: „Sem margreyndur leikstjóri hefur Hilmar augljóslega alla þætti kvikmyndalistar­innar á valdi…

Tilkynnt var í gær að kvikmynd Hilmars Oddssonar, Á ferð með mömmu, væri tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Í umsögn dómnefndar segir: „Sem margreyndur leikstjóri hefur Hilmar augljóslega alla þætti kvikmyndalistar­innar á valdi sínu og tekst að segja sögu um mannlegan harmleik, með hlýju og húmor, oft án orða þar sem hann nýtir sér myndræna frásögn á einkar fallegan hátt, ásamt sérlega vel útfærðri tónlist.“

Verðlaunin eru árlega veitt „kvikmynd í fullri lengd sem hefur listrænt gildi, er framleidd á Norðurlöndum og gerð til sýningar í kvikmyndahúsum.“ Verðlaunaféð er tæpar sex milljónir íslenskra króna. Landsbundnar dómnefndir tilnefna eina kvikmynd hver og sameigin­leg norræn dómnefnd velur vinningshafa ársins, en verðlaunin verða veitt á þingi Norðurlandaráðs 31. október. Þess má geta að Bíó Paradís sýnir allar tilnefndu kvikmyndirnar dagana 25.-30. október með enskum texta.