Framkvæmdir Vegna endurnýjunar á stofnlögnum hitaveitu við við Álfaskeið og Sólvangsveg í Hafnarfirði þurfti að loka fyrir heita vatnið.
Framkvæmdir Vegna endurnýjunar á stofnlögnum hitaveitu við við Álfaskeið og Sólvangsveg í Hafnarfirði þurfti að loka fyrir heita vatnið. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Heitavatnslaust hefur verið í öllum Hafnarfirði og hluta Garðabæjar síðan kl. 22 á mánudagskvöldið vegna framkvæmda á vegum Veitna. Er stefnt að því að þeim ljúki kl. 10 fyrir hádegi í dag. Lokað var fyrir heita vatnið vegna framkvæmda við Álfaskeið …

Heitavatnslaust hefur verið í öllum Hafnarfirði og hluta Garðabæjar síðan kl. 22 á mánudagskvöldið vegna framkvæmda á vegum Veitna. Er stefnt að því að þeim ljúki kl. 10 fyrir hádegi í dag.

Lokað var fyrir heita vatnið vegna framkvæmda við Álfaskeið og Sólvangsveg í Hafnarfirði sem staðið hafa yfir síðan í nóvember á síðasta ári. Ætlunin er að verkinu ljúki í haust. Í tilkynningu sem Veitur sendu frá sér á dögunum segir að framkvæmdirnar feli í sér að endurnýja stofnlagnir hitaveitu svo hægt sé að auka flutningsgetu og anna aukinni eftirspurn í bænum vegna fjölgunar íbúða og stækkunar bæjarins. Þar segir einnig að markmið framkvæmdanna sé að tryggja öllum íbúum Hafnarfjarðar heitt vatn til næstu áratuga.

Þá hafi lokunin verið skipulögð á þeim tíma þegar minnst notkun er á heitu vatni. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum var byrjað að hleypa heita vatninu á kerfin í Norðurbæ, miðbæ Hafnarfjarðar og í Garðabæ í gær en von er á því að allt verði komið í fyrra horf þegar klukkan slær tíu í dag.