— Ljósmynd/Anton Kári Halldórsson
Mikil eftirvænting ríkti í gær þegar leikskólabörn á Hvolsvelli aðstoðuðu Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, við að afhjúpa afsteypuna af Afrekshug, hinni frægu styttu Nínu Tryggvadóttur. Má hér sjá börnin draga huluna af hinni glæsilegu…

Mikil eftirvænting ríkti í gær þegar leikskólabörn á Hvolsvelli aðstoðuðu Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, við að afhjúpa afsteypuna af Afrekshug, hinni frægu styttu Nínu Tryggvadóttur. Má hér sjá börnin draga huluna af hinni glæsilegu styttu, sem fyrirhugað er að verði djásnið í nýjum miðbæ Hvolsvallar.

Sungu viðstaddir svo Í Hlíðarendakoti með sönghópnum Öðlingunum. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra flutti ávarp, auk þess sem Friðrik Erlingsson, formaður félagsins sem hafði veg og vanda af því að afsteypan var flutt til landsins, flutti ræðu.

Frumgerðin var sett upp á sínum tíma árið 1931 og var lengi vel höfð yfir anddyri Waldorf Astoria-hótelsins í New York. Hún var hins vegar flutt árið 2017 inn í anddyrið vegna viðgerða á hótelinu. Miklar endurbætur standa nú yfir á hótelinu og er stefnt að því að það verði opnað á ný á næsta ári. Verður þá frumgerð styttunnar aftur sett á sinn fyrri stall yfir anddyrinu.