Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Flugmálayfirvöld bíða nú eftir svörum frá Reykjavíkurborg um hvað borgaryfirvöld hyggjast fyrir varðandi kröfu Isavia sem krafðist í síðustu viku tafarlausrar fellingar um 2.900 trjáa í Öskjuhlíð og til vara 1.200 hæstu trjáa

Flugmálayfirvöld bíða nú eftir svörum frá Reykjavíkurborg um hvað borgaryfirvöld hyggjast fyrir varðandi kröfu Isavia sem krafðist í síðustu viku tafarlausrar fellingar um 2.900 trjáa í Öskjuhlíð og til vara 1.200 hæstu trjáa.

Þetta staðfestir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia. Um er að ræða einn elsta samfellda skóg í Reykjavík, frá svæðinu við Háskólann í Reykjavík að svæði kirkjugarðsins í Fossvogi og Perlunnar.

Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar hefur málið nú til umfjöllunar en Isavia hefur ekki fengið viðbrögð við beiðninni. „Borgin setti þetta í ákveðinn farveg,“ segir Sigrún Björk. „Við höfum óskað eftir beiðni um að ræða þetta mál og fleiri sem varða samskipti borgar og flugvallarins.“

Fram hefur komið í minnisblaði Isavia að trjágróður í Öskjuhlíð sé farinn að verða raunveruleg öryggisógn gagnvart flugöryggi í innanlandsflugi.