Erik Figueras Torras
Erik Figueras Torras
Hluti uppbyggingar Ljósleiðarans, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, á höfuðborgarsvæðinu var framkvæmdur í heimildarleysi með innviðum Mílu og komst Ljósleiðarinn þannig hjá dýrum jarðvegsframkvæmdum

Hluti uppbyggingar Ljósleiðarans, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, á höfuðborgarsvæðinu var framkvæmdur í heimildarleysi með innviðum Mílu og komst Ljósleiðarinn þannig hjá dýrum jarðvegsframkvæmdum.

Þetta segir Erik Figueras Torras, forstjóri Mílu, í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag. „Þau tilfelli sem starfsmenn Mílu hafa fundið benda til þess að a.m.k. frá árinu 2006 hafi Ljósleiðarinn nýtt sér innviði Mílu fyrir eigin ljósleiðarastrengi víða á höfuðborgarsvæðinu. Umfang þessarar háttsemi Ljósleiðarans er enn óljóst þar sem Míla finnur reglulega fleiri dæmi um ljósleiðarastrengi Ljósleiðarans í innviðum Mílu,“ segir Erik en Míla sendi nýlega kvörtun til Fjarskiptastofu og óskaði eftir úrskurði um mögulegt brot Ljósleiðarans.