Suðurlandsbraut Húsakynni Hjálpræðishersins í Reykjavík.
Suðurlandsbraut Húsakynni Hjálpræðishersins í Reykjavík. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ýmis félagasamtök á Íslandi ásamt biskupi og fleirum innan þjóðkirkjunnar boða fulltrúa stjórnvalda til fundar í dag klukkan 17 í sal Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Sendu þau frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er „þungum áhyggjum af mjög …

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Ýmis félagasamtök á Íslandi ásamt biskupi og fleirum innan þjóðkirkjunnar boða fulltrúa stjórnvalda til fundar í dag klukkan 17 í sal Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut.

Sendu þau frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er „þungum áhyggjum af mjög alvarlegri stöðu sem komin er upp í málefnum fólks á flótta sem vísað hefur verið úr allri þjónustu opinberra aðila eftir neikvæða niðurstöðu umsóknar um vernd á báðum stjórnsýslustigum.“

Í yfirlýsingunni segir einnig að „mikill vafi leiki á að framkvæmdin standist þær mannréttindaskuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist,“ og hinn fjölbreytilegi hópur sem stendur að fundinum virðist sammála um þær áhyggjur.

Að fundinum standa: Barnaheill, biskup Íslands, FTA – félag talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, Geðhjálp, GETA hjálparsamtök, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty International, Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, No Borders, prestar innflytjenda í þjóðkirkjunni, Rauði krossinn á Íslandi, Réttur barna á flótta, Samhjálp, Samtökin 78, Solaris, Stígamót, UNICEF á Íslandi, UN Women á Íslandi, W.O.M.E.N. – samtök kvenna af erlendum uppruna, Þroskahjálp og ÖBÍ – heildarsamtök fatlaðs fólks á Íslandi.

Fundurinn

Þau standa að fundinum: Barnaheill, biskup Íslands, FTA - félag talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, Geðhjálp, GETA hjálparsamtök, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty International, Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, No Borders, prestar innflytjenda í þjóðkirkjunni, Rauði krossinn á Íslandi, Réttur barna á flótta, Samhjálp, Samtökin 78, Solaris, Stígamót, UNICEF á Íslandi, UN Women á Íslandi, W.O.M.E.N. – samtök kvenna af erlendum uppruna, Þroskahjálp og ÖBÍ - heildarsamtök fatlaðs fólks á Íslandi.