Vopnakerfi Dróninn er sagður geta borið 300 kíló af sprengiefni.
Vopnakerfi Dróninn er sagður geta borið 300 kíló af sprengiefni. — AFP/IRNA
Íran hefur kynnt nýja gerð af árásardróna, svokallaðan Mohajer-10, og er hann sérstaklega hannaður í þeim tilgangi að bera fjölbreyttari vopnakerfi og þyngri sprengihleðslur en þeir írönsku drónar sem á undan komu

Íran hefur kynnt nýja gerð af árásardróna, svokallaðan Mohajer-10, og er hann sérstaklega hannaður í þeim tilgangi að bera fjölbreyttari vopnakerfi og þyngri sprengihleðslur en þeir írönsku drónar sem á undan komu. Eins er hann sagður búa yfir talsvert lengri flugdrægni, eða allt að tvö þúsund km. Segir IRNA-fréttastofan hann geta borið 300 kíló af sprengiefni.

Þá er talið líklegt að Rússar vilji festa kaup á drónanum.