Ísraelskur hermaður sem týndi lífi í aðgerðum hersins í borginni Jenín á Vesturbakkanum í júlí sl. féll fyrir kúlum félaga síns. Tólf Palestínumenn, þ. á m. börn, féllu einnig í aðgerðunum sem beindust gegn nokkrum vígasamtökum, þar á meðal Hamas og Heilögu stríði

Ísraelskur hermaður sem týndi lífi í aðgerðum hersins í borginni Jenín á Vesturbakkanum í júlí sl. féll fyrir kúlum félaga síns. Tólf Palestínumenn, þ. á m. börn, féllu einnig í aðgerðunum sem beindust gegn nokkrum vígasamtökum, þar á meðal Hamas og Heilögu stríði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ísraelska hernum.

Segir þar að hermaðurinn, David Yehuda Yizhak, hafi verið skotinn til bana af félaga sínum sem þá taldi hann óvinveittan. Var Yizhak þá staddur inni í byggingu sem var aðsetur vígasamtaka.

Aðgerð hersins var afar umfangsmikil, hundruð hermanna tóku þátt.