Strandgæslan skoðar sæþotuna.
Strandgæslan skoðar sæþotuna.
Strandgæsla Suður-Kóreu handtók kínverskan karlmann sem gerði tilraun til að komast landsins með ólögmætum hætti. Aðferðin sem maðurinn greip til er heldur óvenjuleg, en hann reyndi að sigla frá Kína til Suður-Kóreu á sæþotu

Strandgæsla Suður-Kóreu handtók kínverskan karlmann sem gerði tilraun til að komast landsins með ólögmætum hætti. Aðferðin sem maðurinn greip til er heldur óvenjuleg, en hann reyndi að sigla frá Kína til Suður-Kóreu á sæþotu. Er það yfir 300 kílómetra langt ferðalag.

Þegar maðurinn fannst bar hann hjálm á höfði sér, var íklæddur björgunarvesti og með kíki um hálsinn. Til að rata í átt til Kína sigldi maðurinn eftir litlum áttavita og dró sæþotan fimm eldsneytiskúta á eftir sér.

Upp komst um ferðir Kínverjans þegar hann óskaði eftir aðstoð en þá hafði hann lent í vandræðum vegna hafstrauma.