40 ára Sesselja fæddist og ólst upp á Sauðárkrók í Skagafirði fram að 19 ára aldri. Þegar hún var 17 ára fór hún í eitt ár í lýðháskóla í Árrósum í Danmörku. „Ég var varla komin til baka þegar ég kynntist Einari Erni, manninum mínum, sem kom til…

40 ára Sesselja fæddist og ólst upp á Sauðárkrók í Skagafirði fram að 19 ára aldri. Þegar hún var 17 ára fór hún í eitt ár í lýðháskóla í Árrósum í Danmörku. „Ég var varla komin til baka þegar ég kynntist Einari Erni, manninum mínum, sem kom til Sauðárkróks til að spila körfubolta með Tindastól og við flytjum til Akureyrar þegar ég er 19 ára.“ Sesselja fór að vinna á Hótel Kea og kynntist vel veitingageiranum og var hvött til að læra þjóninn og hún fór til Reykjavíkur og lauk náminu í MK og vann á ýmsum. „Þetta var 2006 og mikið góðæri og maður var að þjóna ofurhugum úr Arionbanka til borðs og opna rándýrar rauðvínsflöskur, en ég náði að halda jafnvæginu með því að búa hjá ömmu,“ segir hún hlæjandi. Í kjölfar þessa tímabils ákvað unga parið að flytja til Montpellier, vinna á vínekrum og læra frönsku í eitt ár. Þegar heim var komið 2007 fór Sesselja að vinna á Strikinu á Akureyri. „Ég á fyrsta barnið mitt 2008 og fer þá að huga að háskólanámi og fór í eitt ár í sálfræði, en endaði í lögfræði sem ég lauk 2016 frá Háskólanum á Akureyri. Hún ákvað að fara í MBA nám í HÍ og reyna að tengja saman matvælageirann, þjóninn og lögfræðina í einhvern rekstur. Hún lauk náminu með verkefni um mjólkurböð 2019, sem var valið besta MBA verkefnið það ár. Á þessum tíma voru þau Einar Örn byrjuð að reka Kaffi Kú á Garði hjá tengdaforeldrunum.

Þegar dæturnar voru orðnar þrjár ákvað Sesselja að setja frumkvöðlaverkefnin á hilluna og frá 2020 hefur hún unnið sem framkvæmdastjóri nýsköpunarverkefnis Eims, sem hún segir hafa verið gífurlega skemmtilegt verkefni. „Hins vegar er ég núna að verða fertug og í dag er minn síðasti dagur hjá Eimi. Ég er spennt að sjá hvað næsti tugur gefur mér.“

Fjölskylda Eiginmaður Einar Örn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Hnýfli, f. 1980, og þau eiga dæturnar Ásdísi Rós, f. 2008, Helenu Lóu, f. 2012 og Selmu Sól, f. 2019. Þau búa á Akureyri.