— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tímarnir breytast og mennirnir með. Sumt breytist þó ekki. Árum saman hafa Verzlingar lagt leið sína í Kringluna í hádeginu til þess að gæða sér á hádegismat. Eitt sinn var haldið á Stjörnutorg sem heyrir nú sögunni til, en mathöllin Kúmen hefur tekið við keflinu

Tímarnir breytast og mennirnir með. Sumt breytist þó ekki. Árum saman hafa Verzlingar lagt leið sína í Kringluna í hádeginu til þess að gæða sér á hádegismat. Eitt sinn var haldið á Stjörnutorg sem heyrir nú sögunni til, en mathöllin Kúmen hefur tekið við keflinu.

Skólasetning var í grunnskólum borgarinnar í gær en jafnframt er haustönnin einnig hafin í flestum framhaldsskólum. Verzlingar sjást hér spássera aftur í tíma í gær að loknu hádegishléi. Verzlunarskólinn hefur lengi verið eftirsóttur meðal nemenda sem hyggjast hefja nám við framhaldsskóla og hlaut skólinn flestar umsóknir í fyrsta vali í ár. Þá er spurning hvort það er mathöllin sem heillar?