Skoraði Guðmunda Brynja Óladóttir með boltann í Kórnum í gær.
Skoraði Guðmunda Brynja Óladóttir með boltann í Kórnum í gær. — Morgunblaðið/Eyþór
HK er komið upp í annað sæti 1. deildar kvenna í fótbolta eftir 5:0-heimasigur á Grindavík í gærkvöldi. Brookelynn Entz gerði tvö mörk fyrir HK og þær Emma Sól Aradóttir, Arna Sól Sævarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir komust einnig á blað

HK er komið upp í annað sæti 1. deildar kvenna í fótbolta eftir 5:0-heimasigur á Grindavík í gærkvöldi. Brookelynn Entz gerði tvö mörk fyrir HK og þær Emma Sól Aradóttir, Arna Sól Sævarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir komust einnig á blað. HK er nú með 32 stig, fjórum stigum minna en topplið Víkings. Þá gerði Afturelding góða ferð á Kópavogsvöll og vann 3:1-útisigur á Augnabliki. Meghan Roots gerði tvö mörk og Sigrún Eva Sigurðardóttir eitt.