Breyskleiki Löggan kemur sér í vandræði.
Breyskleiki Löggan kemur sér í vandræði.
Að horfa á góða breska glæpaþætti veitir manni kærkomna hvíld frá þeim amerísku þar sem persónur eru oftar en ekki óvenjufallegar og lýsing oft sérlega ýkt. Fjórða serían af The Bay er nú komin í Sjónvarp Símans, en þar má sjá lögregluna í Morecambe …

Ásdís Ásgeirsdóttir

Að horfa á góða breska glæpaþætti veitir manni kærkomna hvíld frá þeim amerísku þar sem persónur eru oftar en ekki óvenjufallegar og lýsing oft sérlega ýkt. Fjórða serían af The Bay er nú komin í Sjónvarp Símans, en þar má sjá lögregluna í Morecambe Bay rannsaka dularfull mannshvörf og morð. Í nýjustu seríunni hefst sagan með húsbruna þar sem kona lætur lífið. Fljótlega er ljóst að ekki var um slys að ræða og hefst þá rannsóknin sem leiðir lögregluteymið um víðan völl. Margir eru grunaðir og ekki er allt sem sýnist en auðvitað er gátan leyst að lokum. Hér er valinn maður í hverju rúmi og leikurinn stórgóður.

Ekki er aðeins verið að leysa morðgátu því annar vinkill í þáttunum snýr að einkalífi lögreglumannanna og fáum við að fylgjast með ástalífi, framhjáhaldi, erfiðleikum í samsettum fjölskyldum, unglingadrama og mörgu fleiru. Persónur eru breyskar, gera mistök og lenda í alls kyns lífsins vandamálum. Meira að segja lögreglustjórinn Tony Manning, leikinn af Daniel nokkrum Ryan, á sér æsilegt leyndarmál, en hann fer að halda við fyrrverandi eiginkonu sína sem er gift öðrum manni. Sem er ekki endilega góð hugmynd!

Höf.: Ásdís Ásgeirsdóttir