Sema Erla Serdaroglu
Sema Erla Serdaroglu
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Aukinn hiti er hlaupinn í útlendingamálin eftir að stjórnvöld hættu að framfleyta erlendu fólki, sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd en vill samt ekki fara úr landi. Þar hafa nokkuð fyrirsjáanlegar raddir látið í sér heyra um bágindi fólksins sem um ræðir og hvað það eigi inni hjá hinu opinbera.

Aukinn hiti er hlaupinn í útlendingamálin eftir að stjórnvöld hættu að framfleyta erlendu fólki, sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd en vill samt ekki fara úr landi. Þar hafa nokkuð fyrirsjáanlegar raddir látið í sér heyra um bágindi fólksins sem um ræðir og hvað það eigi inni hjá hinu opinbera.

Sema Erla Serdaroglu er þar framarlega í flokki, en hún er stofnandi og forseti Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur. Hún er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, en jafnframt flokksbroddur í Samfylkingunni, var formaður framkvæmdastjórnar hennar og í framboði fyrir flokkinn í þingkosningum.

Sema lét sér ekki vel líka viðtal Kastljóssins við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra fyrr í vikunni, það var augljóst af stuttri umsögn á Facebook: „Ein (hvít) þjóð. Eitt (fasista) ríki. Einn foringi. Guð blessi Ísland.“

Ekkert í orðum eða gjörðum dómsmálaráðherra verðskuldar öfgakennt ofstækistal af því tagi. Skoðanir kunna að vera skiptar um stjórnarstefnuna, en að jafna henni við helstefnur fyrri aldar er skammarlegt. Sérstaklega þó vegna þess að með því er lítið gert úr hryllilegum örlögum tugmilljóna fórnarlamba alræðis nasista og kommúnista. Þegar Sema leggur það allt að jöfnu, þá skiptir hana ekkert máli. – Er Samfylkingin á sama stað?