Ljósleiðarinn skuldar um 17 milljarða.
Ljósleiðarinn skuldar um 17 milljarða.
Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, tapaði um tæpum 250 m.kr. á fyrri helmingi þessa árs, samanborið við tæpar 72 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins á tímabilinu námu um tveimur milljörðum króna, og hækkuðu um 200 m.kr

Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, tapaði um tæpum 250 m.kr. á fyrri helmingi þessa árs, samanborið við tæpar 72 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins á tímabilinu námu um tveimur milljörðum króna, og hækkuðu um 200 m.kr. á milli ára. Rekstarhagnaður félagsins nam rúmlega 1,4 ma.kr. og jókst um tæpar 140 m.kr. á milli ára.

Afskriftir og fjármagnskostnaður hafa mikil áhrif á afkomu félagsins. Vaxtaberandi skuldir Ljósleiðarans námu í lok júní um 17,1 ma.kr. og höfðu þá aukist um rúman milljarð króna frá áramótum. Fjármagnskostnaður félagsins á fyrri helmingi ársins nam um 950 m.kr., en eins og Morgunblaðið greindi frá undir lok síðasta árs tók félagið dýr lán til að fjármagna kaup sín á innviðum Sýnar fyrir um þrjá milljarða króna.

Ljósleiðarinn undirbýr nú hlutafjáraukningu. Sú hlutafjáraukning var boðuð um mitt ár í fyrra þegar tilkynnt var um kaup félagins á tveimur fjarskiptastrengjum Atlantshafsbandalagsins. Hlutafjáraukningin átti að fara fram á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en í uppgjörstilkynningu frá félaginu í gær kemur fram að tímasetningunni verði hagað eftir markaðsaðstæðum.