Guðbjörg Sveinsdóttir
Guðbjörg Sveinsdóttir
Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur hefur verið sæmd heiðursorðunni sem kennd er við Florence Nightingale, en það er æðsti heiður sem hjúkrunarfræðingi getur hlotnast á alþjóðlega vísu. Íslenskum hjúkrunarfræðingi hefur ekki hlotnast þessi heiður frá árinu 1989

Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur hefur verið sæmd heiðursorðunni sem kennd er við Florence Nightingale, en það er æðsti heiður sem hjúkrunarfræðingi getur hlotnast á alþjóðlega vísu. Íslenskum hjúkrunarfræðingi hefur ekki hlotnast þessi heiður frá árinu 1989.

Í tilkynningu frá Rauða krossinum kemur fram að Guðbjörg hafi á ferli sínum verið ötull málsvari fólks með geðraskanir og unnið að bættri geðheilbrigðisþjónustu. Hún hafi einnig leitt stofnun úrræða sem bæta þjónustu fyrir fólk með geðraskanir bæði hér á landi og erlendis. Hún fór fyrir dagsetrinu Vin fyrir fólk með geðraskanir sem Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu rak í nær 30 ár og leiddi árangur þess.