Grímur Sæmundsen er forstjóri og einn stærsti eigandi Bláa lónsins.
Grímur Sæmundsen er forstjóri og einn stærsti eigandi Bláa lónsins. — Morgunblaðið/RAX
Horft verður til þess að skrá Bláa lónið á markað næsta vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem fjallað er um stofnun eignarhaldsfélags, Bláa Lónsins hf., sem mun halda utan um samstæðu félagsins

Horft verður til þess að skrá Bláa lónið á markað næsta vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem fjallað er um stofnun eignarhaldsfélags, Bláa Lónsins hf., sem mun halda utan um samstæðu félagsins. Fimm félög munu heyra undir samstæðuna.

Fram kemur að áfram sé unnið að fyrirhugaðri skráningu á markað og að horft sé til næsta vors. Þá verði skipulagsbreytingar á samstæðunni komnar til framkvæmda auk þess sem heilt rekstrarár, eftir covid-19, liggi fyrir. Þó kemur fram að endanleg tímasetning ráðist af markaðsaðstæðum og framvindu undirbúningsvinnu.