— Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Það er ekki óvanalegt og alls ekki óeðlilegt að fólk hafi skoðun á einni helstu undirstöðugrein íslensks efnahagslífs. Umræðurnar hafa staðið í áraraðir og hreint ekki alltaf verið á vingjarnlegum nótum

Það er ekki óvanalegt og alls ekki óeðlilegt að fólk hafi skoðun á einni helstu undirstöðugrein íslensks efnahagslífs. Umræðurnar hafa staðið í áraraðir og hreint ekki alltaf verið á vingjarnlegum nótum. Eitt hljóta þó allir að vera sammála um og það er að sjávarútvegurinn hefur stuðlað að stórbættum kjörum á Íslandi, en þó er auðvitað ýmislegt sem betur má fara.

Skrifaðar hafa verið ótal skýrslur og lagður fram fjöldi tillagna. Hins vegar hefur ekki verið unnið mat á þjóðhagslegum áhrifum sjávarútvegsins og heldur ekki verið lagt mat á efnahagsleg tækifæri eða áhættur sem fylgja mörgum þeim tillögum sem nú eru til umræðu um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það er erfitt að ákveða að hefja vegferð ef maður veit ekki hvar maður er eða hvert maður er að fara.

Eitt er þó víst og það er að það getur verið áhættusamt að gera breytingar breytinganna vegna, ekki síst í ljósi þess hve veigamikill sjávarútvegurinn er í að viðhalda lífskjörum Íslendinga. Illa ígrundaðar breytingar gætu bitnað á þeim sem síst skyldi. gso@mbl.is