Ein mynda Brynjars.
Ein mynda Brynjars.
U N D U R nefnist ljósmyndasýning sem Brynjar Ágústsson opnaði í Epal Gallerí við Laugaveg á menningarnótt. „Brynjar hefur fengist við ljósmyndun í áratugi og er U N D U R hans fyrsta einkasýning

U N D U R nefnist ljósmyndasýning sem Brynjar Ágústsson opnaði í Epal Gallerí við Laugaveg á menningarnótt. „Brynjar hefur fengist við ljósmyndun í áratugi og er U N D U R hans fyrsta einkasýning. Í verkunum leitast hann við að afhjúpa hið óhefðbundna og dulda sjónarhorn landslagsins, sem skorar á skynjun og skilning áhorfandans. Brynjar leitast við að fanga undrið handan túlkunar og þess auðskiljanlega,“ segir í viðburðarkynningu. Þar kemur fram að sýningin feli í sér áskorun til áhorfenda um „að sleppa tilhneigingunni til að skilja, skilgreina eða útskýra myndefnið, og leyfa núvitundinni og hinu undræna að taka við“. Sýningin stendur til 19. september.