Sólveig Anna Jónsdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Huginn & Muninn í Viðskiptablaðinu staldra við orð Ragnars Þór Ingólfssonar, formanns VR, um stýrivexti. Hann segi seðlabankastjóra undir miklum þrýstingi að hækka vexti frá greiningardeildum bankanna, fjármagnseigendum og meira að segja erlendum ferðamönnum.

Huginn & Muninn í Viðskiptablaðinu staldra við orð Ragnars Þór Ingólfssonar, formanns VR, um stýrivexti. Hann segi seðlabankastjóra undir miklum þrýstingi að hækka vexti frá greiningardeildum bankanna, fjármagnseigendum og meira að segja erlendum ferðamönnum.

Hann hafi þó fundið fleiri sökudólga: „Í stuttu máli telur hann verðbólguna flestöllum öðrum en sjálfum sér að kenna. Hrafnarnir hvetja formann VR aftur á móti til að líta í eigin barm, þar sem hann og aðrir verkalýðsforingjar hafa kynt rækilega undir verðbólgubálinu með því að knýja í gegn launahækkanir sem ekki var innistæða fyrir í síðustu kjarasamningum.“

Dregið er fram að Ragnar Þór hafi ákveðið að hætta viðskiptum VR við Íslandsbanka. „Hrafnarnir […] bíða spenntir eftir því að verkalýðsforingjarnir hóti því að segja upp viðskiptum við Seðlabankann í ljósi nýjustu stýrivaxtahækkunarinnar.“

Krummarnir undrast að Ragnar Þór virtist í viðtali við Vísi kalla eftir hópuppsögn hjá Íslandsbanka. Yfirleitt hvetji verkalýðsforingjar ekki til hópuppsagna, fyrir utan auðvitað Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar og samverkamann Ragnars Þórs, sem sagði upp öllu starfsfólki eigin verkalýðsfélags án þess að depla auga. Um verkalýðsrekendur gildi ljóslega önnur lögmál en vinnuveitendur.